fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Sjáðu myndbandið – Áhrifavaldur og eltihrellir í bann frá verslun eftir að hafa fækkað fötum þar

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. maí 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orla Melissa Sloan, áhrifavaldur í Bretlandi hefur játað því fyrir dómi að hafa verið eltihrellir um nokkurt skeið þegar hún áreitti leikmenn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.

Hún hefur nú einnig verið bönnuð frá versluninni Asda eftir að tekið þar upp myndband að fækka fötum.

Asda er ein af stóru verslunarkeðjunum í Bretlandi en um er að ræða matvöruverslun. Sloan birti myndband af sér þar að dansa léttklædd.

Sloan mætti í vikunni í dómsal þar sem hún játaði því að hafa áreitt þrjá leikmennn Chelsea. Sloan er með tæplega 100 þúsund fylgjendur á Instagram.

Um er að ræða Mason Mount og Ben Chilwell sem eru enn leikmenn Chelsea og Billy Gilmour fyrrum leikmann Chelsea sem nú er hjá Brughton.

Sloan segist hafa sofið hjá Mount í gleðskap sem Ben Chilwell bauð henni í. Hafði hún verið í samskiptum við Chilwell í gegnum Instagram. Mount er enskur landsliðsmaður í knattspyrnu.

Sloan sagði fyrir framan dómara að hún hefði einu sinni sofið hjá Mount en hann hafi svo bundið enda á samskipti þeirra eftir sex mánuði.

Sloan fór þá að áreita Mount og skipti 21 sinni um símanúmer til þess að geta haft samband við Mount. „Ég er hætt að kaupa mat svo ég geti keypt fleiri símanúmer,“ segir Sloan í skilaboðum til Mount.

Mount er sagður hafa óttast að Sloan myndi mæta á æfingasvæði Chelsea þegar hann ætti að svara henni. „Þú verður að biðjast afsökunar, annars vaknar nýr karakter sem er Devil Baby,“ segir Sloan í öðrum skilaboðum.

Áreitið átti sér stað á síðasta ári og játar Sloan því að hafa áreitt Mount frá því í júní á síðasta ári og fram í október. Hún segist hafa áreitt Gilmour frá september og fram í október.

Hún segist svo aðeins hafa áreitt Chilwell í níu daga í október á síðasta ári. Dómur verður kveðinn upp í málinu 20 júní

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Xavi fundaði með Barcelona í dag

Xavi fundaði með Barcelona í dag
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

KFA staðfestir komur Þórðar Ingasonar

KFA staðfestir komur Þórðar Ingasonar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fluttur með hraði á sjúkrahús með verk fyrir brjósti

Fluttur með hraði á sjúkrahús með verk fyrir brjósti
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Liverpool að hætta í Nike og fara líklega í Adidas – Fá þó ekki sömu kjör og United

Liverpool að hætta í Nike og fara líklega í Adidas – Fá þó ekki sömu kjör og United
433Sport
Í gær

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar