Það fór einn leikur fram í Lengjudeild karla í kvöld. Þá tók Þróttur R. á móti Ægi í nýliðaslag.
Kostiantyn Iaroshenko kom heimamönnum yfir á 20. mínútu. Þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik jöfnuðu hins vegar gestirnir þegar Óskar Sigþórsson, markvörður Þróttar, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.
Þróttur kláraði dæmið hins vegar í seinni hálfleik. Sam Hewson skoraði úr vítaspyrnu þegar tíu mínútur lifðu leiks og í blálokin innsiglaði Ernest Slupski 3-1 sigur þeirra.
Þróttur er með 4 stig eftir þrjá leiki. Ægir er með 1 stig.