Breiðablik 2 – 0 KA
1-0 Höskuldur Gunnlaugsson(’47, víti)
2-0 Gísli Eyjólfsson(’53)
Breiðablik nældi í þrjú mikilvæg stig í Bestu deild karla í kvöld er liðið mætti KA á heimavelli í áttundu umferð.
Blikar höfðu tapað tveimur leikjum fyrir þessa viðureign og það sama má segja um KA sem tapaði 4-0 gegn Val í síðustu umferð.
Meistararnir höfðu betur með tveimur mörkum gegn engu en bæði mörkin voru skoruð í seinni hálfleik.
Höskuldur Gunnlaugsson skoraði það fyrra úr vítaspyrnu áður en Gísli Eyjólfsson bætti við því öðru.
Blikar eru þremur stigum frá toppliði Víkings R. en Víkingar eiga leik til góða í kvöld gegn HK.