Þór 1 – 0 Leiknir R.
1-0 Valdimar Daði Sævarsson(’10)
Það fór fram einn leikur í Lengjudeild karla í dag en Leiknir heimsótti Þór klukkan 15:00.
Um var að ræða leik í þriðju umferð deildarinnar en honum lauk með sigri Þórs í þó ekki of fjörugygri viðureign.
Aðeins eitt mark var skorað en það gerði Valdimar Daði Sævarsson fyrir Þór í fyrri hálfleik eða eftir tíu mínútur.
Þórsarar voru að næla í sín sjöttu stig og eru með tvo sigra eftir þrjár umferðir en Leiknismenn eru með þrjú eftir tap gegn Selfoss í síðustu umferð.