Íþróttavikan er komin á fulla ferð hér á 433.is og í Sjónvarpi símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson fá til sín góða gesti í hverri viku og ræða það helsta úr heimi íþrótta. Í þetta sinn var gesturinn fyrrum Alþingismaðurinn Brynjar Níelsson.
Brynjar er stuðningsmaður Tottenham en tókst ekki að koma því yfir á börnin.
„Þetta er mjög sérkennilegt á mínu heimili. Ég held með Tottenham, höfuðandstæðingi Arsenal. En báðir synir mínir halda með Arsenal. Ég hef greinilega ekki verið mikil fyrirmynd,“ sagði hann og hló.
Hann hreifst þó af velgegni Arsenal á þessari leiktíð.
„Ég var glaður að sjá þá byggja, nánast upp úr engu, gott lið og það er greinilega eitthvað spunnið í þennan Arteta.“
Umræðan í heild er í spilaranum.