Kjartan Henry Finnbogason hefur verið dæmdur í eins leiks bann af aganefnd KSÍ.
Bannið fær Kjartan fyrir að veita Nikolaj Hansen, leikmanni Víkings, olnbogaskot í leik liðanna um síðustu helgi.
Kjartan var áberandi í umræðunni eftir leik en hann virtist einnig reyna að sparka í Birni Snæ Ingason.
Dómari leiksins sá ekki olnbogaskotið sem um ræðir en Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, vísaði því til aganefndar.
Niðurstaðan er eins leiks bann og mun Kjartan taka það út gegn ÍBV í næsta leik í Bestu deildinni.