Sheik Jassim sem reynir að kaupa Manchester United ætlar sér að leita annað í Englandi ef tilboði hans verður ekki tekið.
ESPN fjallar um málið og segir að Sheik Jassim muni reyna að kaupa Tottenham ef þetta gengur ekki eftir.
Sheik Jassim og Sir Jim Ratcliffe hafa verið frá því í nóvember verið í viðræðum við Glazer fjölskylduna.
Jassim uppfærði tilboð sitt í vikunni í von um að kaupa félagið en búist er við niðurstöðu á næstu vikum.
Ratcliffe hefur verið að leiða kapphlaupið en uppfært tilboð frá Sheik Jassim gæti komið honum fram fyrir í röðinni.