fbpx
Föstudagur 17.október 2025
433Sport

Fullyrða að KSÍ hafi neitað beiðni um færslu – „Þetta er bara skita númer 7922 hjá KSÍ“

433
Fimmtudaginn 18. maí 2023 12:00

Kristján Óli og Rikki G ræddu málið í Þungavigtinni í gær.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt hlaðvarpsþættinum Þungavigtin neitaði KSÍ að færa leik Vals og Grindavíkur sem fram fer í bikarnum í dag. Um er að ræða 16 liða úrslit.

Ástæðan fyrir því að beðið var um að færa leikinn er sú að í kvöld spila Valur og Tindastóll í úrslitum körfuboltans. Það er því mikið að gerast á Hlíðarenda í dag.

Valur og Grindavík vildu bæði spila leikinn í gær. „Maður heyrði sögur af því að það voru bæði lið sem vildu færa leikinn Þau fengu það ekki í gegn,“ sagði Rikharð Óskar Guðnason í þættinum.

Kristján Óli Sigurðsson skilur ekki af hverju málið er svona. „Þau vildu spila á miðvikudegi, liðin eru að spila aftur í deildinni á sunnudag. AF hverju þá að troða þessu á fimmtudag,“ sagði Kristján.

Ríkharð Óskar segir að þvert nei hafi komið úr Laugardalnum. „KSÍ sagði þvert nei,“ sagði Ríkharð.

Kristján Óli kallar málið skitu. „Úrslitaleikur í körfunni á Hlíðarenda sem verður undirlagður undir það frá hádegi, Stólarnir mæta þá með kúrekahattinn um það leyti. Þetta er bara skita númer 7922 hjá KSÍ,“ sagði Kristján.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tilbúnir að klófesta framherja United strax í janúar

Tilbúnir að klófesta framherja United strax í janúar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gæti orðið sætasta stelpan á ballinu næsta sumar

Gæti orðið sætasta stelpan á ballinu næsta sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sendi dóttur sinni afmæliskveðju og eftir það rignir yfir hann tilboðum – „Ég er enn einhleypur, ef þú þarft tengdason“

Sendi dóttur sinni afmæliskveðju og eftir það rignir yfir hann tilboðum – „Ég er enn einhleypur, ef þú þarft tengdason“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ray Anthony tekur við Grindavík – Feðgar munu aðstoða hann

Ray Anthony tekur við Grindavík – Feðgar munu aðstoða hann
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ósáttur með sína stöðu í Þýskalandi – Snýr hugsanlega aftur til Ítalíu

Ósáttur með sína stöðu í Þýskalandi – Snýr hugsanlega aftur til Ítalíu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Búinn að maka krókinn vel í Sádí og getur nú valið milli stórliða í Evrópu

Búinn að maka krókinn vel í Sádí og getur nú valið milli stórliða í Evrópu