Newcastle og Brighton áttust við í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Heimemenn í Newcastle komust yfir á 22. mínútu leiksins þegar Deniz Undav setti boltann í eigið net.
Skömmu fyrir hálfleik var forysta Newcastle tvöfölduð. Þá skoraði Dan Burn.
Undav bætti upp fyrir sjálfsmarkið snemma í seinni hálfleik.
Newcastle gerði hins vegar út um leikinn með mörkum Callum Wilson og Bruno Guimaraes í blálokin. Lokatölur 4-1.
Úrslitin þýða að Newcastle styrkti stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar og er nú með 69 stig, 4 stigum á undan Liverpool í fimmta sætinu. Bæði lið eiga eftir að spila tvo leiki.