Xabi Alonso ætlar að afþakka öll tilboð í sumar ef þau berast og halda áfram að stýra Bayer Leverkusen.
Alsono er einn þeirra sem hefur verið orðaður við starfið hjá Tottenham en félagið leitar að framtíðar stjóra.
Vincent Kompany var orðaður við starfið en framlengdi við Burnley og Julian Nagelsmann vill ekki taka við Spurs.
„Ég er ánægður hérna hjá þessu félagi, ég hef ekki áhyggjur af framtíðinni,“ segir Alsono.
„Ég verð hérna á næstu leiktíð,“ segir þessi fyrrum miðjumaður Real Madrid, FC Bayern og Liverpool.