Lengjudeildarmörkin eru á dagskrá hér á 433.is og í Sjónvarpi Símans í kvöld.
Þar fara íþróttablaðamaðurinn Helgi Fannar Sigurðsson og sérfræðingurinn Hrafnkell Freyr Ágústsson yfir 2. umferð Lengjudeildar karla, en þar var nóg um að vera.
433.is er heimili Lengjudeildarinnar í sumar. Völdum leikjum er lýst í beinni útsendingu hér á vefnum og markaþáttur verður eftir hverja umferð.
Þá verður vikulegt hlaðvarp gefið út á meðan deildinni stendur í sumar. Hægt er að finna það hér á vefnum og undir „433.is“ á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Nýjasti þáttur Lengjudeildarmarkanna kemur út klukkan 20 í kvöld.