Keflavík 0 – 2 HK
0-1 Arnþór Ari Atlason(’41)
0-2 Örvar Eggertsson(’63)
HK byrjar tímabilið í Bestu deild karla virkilega vel en það sama má ekki segja um Keflvíkinga.
Þessi tvö lið áttust við í Keflavík í kvöld en HK-ingar fögnuðu sigri með tveimur mörkum gegn engu.
Arnþór Ari Atlason skoraði fyrra mark HK og bætti Örvar Eggertsson við öðru í seinni hálfleik.
Þetta var fjórði sigur HK í deildinni úr sjö leikjum og er liðið með 13 stig, fimm stigum frá toppliði Vals.
Keflavík var að tapa sínum fjórða leik í röð og er við botninn með aðeins fjögur stig.