fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Segja að uppeldisfélagið reyni að fá Gylfa Þór til liðs við sig

433
Laugardaginn 13. maí 2023 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttavikan er komin á fulla ferð á 433.is og í Sjónvarpi Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson sjá um þáttinn og fá þeir til sín góða gesti alla föstudaga. Í þetta skiptið voru þeir Andri Geir Gunnarsson og Vilhjálmur Freyr Hallsson úr hlaðvarpinu Steve Dagskrá gestir.

Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið áberandi leikjum í úrslitaeinvígi Subway deildar karla á milli Vals og Tindastóls. Þar fylgist hann grannt með.

Um mánuður er síðan Gylfi varð laus allra mála. Í kjölfarið kom hann aftur heim til Íslands.

Það er ekki vitað hvort hann taki knattspyrniskóna fram á ný, en kappinn hefur ekki spilað fótbolta síðan vorið 2021 með Everton.

Lítið hefur hins vegar heyrst af því hvort Gylfi ætli aftur á völlinn. Helgi velti því upp í þættinum hvort það væri vísbending um að skórnir væru komnir upp í hillu.

„Ég er farinn að hallast að því að það gerist (að hann setji skóna upp í hillu). Það er bara tilfinning samt og ég hef ekkert fyrir mér í því,“ svaraði Hrafnkell.

Vilhjálmur var á öðru máli. „Ég held að hann komi aftur. Ég held að þetta sé frekar tímapunkturinn núna, það er erfitt að komast inn núna einhvers staðar.“

Andri sagði að gamla lið Gylfa hér á landi, FH, muni reyna að fá hann til liðs við sig.

„FH-ingar munu reyna. Þetta verður nefnt,“ sagði hann og Vilhjálmur tók undir. Sjálfur segist Andri þó hallast að því að Gylfi sé hættur í fótbolta.

Umræðan í heild er hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir að allir leikmenn elski Salah

Segir að allir leikmenn elski Salah
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fjórir nefndir sem hugsanlegir arftakar eftir uppþot Maresca – Einn mætir Breiðabliki á fimmtudag

Fjórir nefndir sem hugsanlegir arftakar eftir uppþot Maresca – Einn mætir Breiðabliki á fimmtudag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gefur í skyn að hann hafi íhugað sjálfsvíg í svakalegu viðtali – „Ég var á 25. hæð á hótelinu og horfði út um gluggann“

Gefur í skyn að hann hafi íhugað sjálfsvíg í svakalegu viðtali – „Ég var á 25. hæð á hótelinu og horfði út um gluggann“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim tjáir sig um gagnrýni goðsagna United

Amorim tjáir sig um gagnrýni goðsagna United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrrum leikmaður úrvalsdeildarliðs sakfelldur fyrir hrottalegar nauðganir – Það sem dómari sagði við hann í réttarsal vekur athygli

Fyrrum leikmaður úrvalsdeildarliðs sakfelldur fyrir hrottalegar nauðganir – Það sem dómari sagði við hann í réttarsal vekur athygli
433Sport
Í gær

Vilja kaupa miðjumann Everton í janúar

Vilja kaupa miðjumann Everton í janúar
433Sport
Í gær

Í sárum eftir að hafa tekið hippakrakk síðustu helgi – Segir þetta vera mögulega ástæðu

Í sárum eftir að hafa tekið hippakrakk síðustu helgi – Segir þetta vera mögulega ástæðu
Hide picture