fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Lengjudeild karla: Dramatískur sigur Aftureldingar – Selfoss gerði góða ferð í Breiðholtið

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 12. maí 2023 21:30

Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar lengst til hægri. Mynd: Raggi Óla

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fóru þrír leikir fram í Lengjudeild karla í kvöld.

Afturelding tók á móti Þór í Úlfarsárdal. Verið er að skipta um gras á heimavelli þeirra í Mosfellsbæ.

Um frekar lokaðan leik var að ræða þar sem Afturelding stýrði leiknum en tókst ekki að skapa sér mörg færi. Bæði lið fengu þó ákjósanlegar stöður til að komast yfir.

Það var hins vegar Afturelding sem hirti öll stigin í kvöld. Eina mark leiksins skoraði Gunnar Bergmann Sigmarsson með glæsilegum skalla á 89. mínútu leiksins.

Afturelding 1-0 Þór
1-0 Gunnar Bergmann Sigmarsson

Leiknir tók þá á móti Selfossi í afar skemmtilegum leik.

Daníel Finns Matthíasson kom Leiknismönnum yfir á 13. mínútu en 10 mínútum síðar jafnaði Jón Vignir Pétursson fyrir gestina.

Guðmundur Tyrfingsson kom Selfyssingum svo yfir snemma í seinni hálfleik.

Eftir tæpan klukkutíma leik var staðan orðin 1-3 þegar Valdimar Jóhannsson skoraði.

Ólafur Flóki Stephensen minnkaði muninn skömmu síðar en þar við sat. Lokatölur 2-3.

Leiknir 2-3 Selfoss
1-0 Daníel Finns Matthíasson
1-1 Jón Vignir Pétursson
1-2 Guðmundur Tyrfingsson
1-3 Valdimar Jóhannsson
2-3 Ólafur Flóki Stephensen.

Loks sótti Grótta gott stig til Grindavíkur í bragðdaufum leik.

Grindavík 0-0 Grótta

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rashford missir númerið í Manchester

Rashford missir númerið í Manchester
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“