fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Viðar í veseni í Grikklandi – Fullyrt að hann fái ekki borguð laun og hann leitar réttar síns

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 9. maí 2023 12:30

Viðar Örn Kjartansson. Mynd: Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðar Örn Kjartansson framherji Atromitos Athen í Grikklandi hefur ekki fengið að spila undanfarið. Ástæðan virðist vera sú að hann vill fá laun fyrir vinnuna sína.

Fjallað var um málið í Dr. Football í dag en þar segir að Viðar hafi leitað til FIFA til að reyna að fá laun sín greidd. Hann gekk í raðir félagsins síðasta sumar.

„Í byrjun árs hafði Viðar Örn samband við FIFA, hann átti inni laun. Við höfum heyrt sögur frá Tyrklandi þar sem þú færð greitt seint og síðar meir,“ segir Hjörvar Hafliðason í þætti sínum í dag.

Hjörvar segir að hinn margreyndi Chris Coleman þjálfari Atromitos megi ekki nota Viðar núna, þau skilaboð koma frá þeim sem ráða. „Sunnlendingurinn var ekki að fara láta það yfir sig ganga, hann hafði samband við FIFA. Eftir það hefur Chris Coleman ekki mátt horfa á hann.“

„Þessi gríska ofurdeild, ef þið skoðið hvernig leikir fara. 1-0, 1-0. Ómögulegt að skora þarna,“ segir Hjörvar.

Hjörvar segir næsta víst að Viðar fari frá Grikklandi í sumar og að tilboð séu á hans borði. „Eftir að hann hafði samband við FIFA; þá má Cris ekki horfa á hann. Hann er pottþétt að fara á nýjan stað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Tekur við Real Madrid í sumar

Tekur við Real Madrid í sumar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Umbúðir á hendi Amorim vöktu athygli – Var hann að sveifla hnefanum í hálfleik?

Umbúðir á hendi Amorim vöktu athygli – Var hann að sveifla hnefanum í hálfleik?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Grealish enn einn Bretinn sem Ítalinn sækir?

Grealish enn einn Bretinn sem Ítalinn sækir?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mikill áhugi á Donnarumma – Möguleikar í heimalandinu og á Englandi

Mikill áhugi á Donnarumma – Möguleikar í heimalandinu og á Englandi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfesta hið sorglega andlát í yfirlýsingu – Var mikill fjölskyldumaður og vinur

Staðfesta hið sorglega andlát í yfirlýsingu – Var mikill fjölskyldumaður og vinur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arsenal setur allt á fullt til að koma í veg fyrir vandræði með Saliba

Arsenal setur allt á fullt til að koma í veg fyrir vandræði með Saliba
433Sport
Í gær

Þessi þrjú nöfn efst á blaði hjá Sádunum í sumar

Þessi þrjú nöfn efst á blaði hjá Sádunum í sumar
433Sport
Í gær

Þetta hefur De Bruyne sagt um Liverpool nú þegar þeir hafa áhuga

Þetta hefur De Bruyne sagt um Liverpool nú þegar þeir hafa áhuga
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Arsenal hafðir að háð og spotti – Kartöflugarður og Netflix

Stuðningsmenn Arsenal hafðir að háð og spotti – Kartöflugarður og Netflix