fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Nýr framherji á óskalista Ten Hag fyrir sumarið?

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 9. maí 2023 19:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er nokkuð ljóst að Manchester United mun næla sér í framherja í sumar. Nokkur nöfn koma til greina.

Félagið hefur í raun ekki leyst af Cristiano Ronaldo sem fór frá Old Trafford fyrir áramót. Það var reynt að brúa bilið með því að fá Wout Weghorst á láni frá Burnley. Hann mun þó seint kallast framtíðarlausn liðsins.

Harry Kane hjá Tottenham og Victor Osimhen hjá Napoli hafa verið sterklega orðaðir við United. Þá hefur Randal Kolo Muani hjá Frankfurt einnig verið nefndur til sögunnar.

Getty Images

Þeir eru þó ekki þeir einu. Samkvæmt Mirror hefur United augastað á Goncalo Ramos hjá Benfica.

Ramos er 21 árs gamall og heillaði með portúgalska landsliðinu á Heimsmeistaramótinu í Katar. Þá hefur hann skorað 25 mörk í 44 leikjum í öllum keppnum á þessari leiktíð.

Mirror segir að Ramos gæti kostað United allt frá 70 til 100 milljónir punda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Móðir stórstjörnunnar kom henni til varnar – Mætir Íslandi í kvöld

Móðir stórstjörnunnar kom henni til varnar – Mætir Íslandi í kvöld
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Athyglisverð ummæli Þorsteins hughreysta íslensku þjóðina

Athyglisverð ummæli Þorsteins hughreysta íslensku þjóðina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Græðir þú á árangri landsliðsins?

Græðir þú á árangri landsliðsins?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Besta deildin: Markalaust í Eyjum

Besta deildin: Markalaust í Eyjum
433Sport
Í gær

Oasis heiðraði minningu Jota á fyrstu tónleikunum í 16 ár – Sjáðu myndbandið

Oasis heiðraði minningu Jota á fyrstu tónleikunum í 16 ár – Sjáðu myndbandið