fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Nýr framherji á óskalista Ten Hag fyrir sumarið?

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 9. maí 2023 19:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er nokkuð ljóst að Manchester United mun næla sér í framherja í sumar. Nokkur nöfn koma til greina.

Félagið hefur í raun ekki leyst af Cristiano Ronaldo sem fór frá Old Trafford fyrir áramót. Það var reynt að brúa bilið með því að fá Wout Weghorst á láni frá Burnley. Hann mun þó seint kallast framtíðarlausn liðsins.

Harry Kane hjá Tottenham og Victor Osimhen hjá Napoli hafa verið sterklega orðaðir við United. Þá hefur Randal Kolo Muani hjá Frankfurt einnig verið nefndur til sögunnar.

Getty Images

Þeir eru þó ekki þeir einu. Samkvæmt Mirror hefur United augastað á Goncalo Ramos hjá Benfica.

Ramos er 21 árs gamall og heillaði með portúgalska landsliðinu á Heimsmeistaramótinu í Katar. Þá hefur hann skorað 25 mörk í 44 leikjum í öllum keppnum á þessari leiktíð.

Mirror segir að Ramos gæti kostað United allt frá 70 til 100 milljónir punda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Í gær

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea