fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Kári varar fólk við – „Ég hef gert það og það kom í bakið á mér“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 9. maí 2023 18:51

Kári Árnason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú klukkan 19 hefst leikur Real Madrid og Manchester City í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Um fyrri leik liðanna er að ræða og verður spilað í Madríd. Í hinu undanúrslitaeinvíginu mætast nágrannaliðin AC Milan og Inter.

Lið City hefur litið ógnvænlega út undanfarið og gæti unnið þrennuna eftirsóttu á leiktíðinni. Kári Árnason varar fólk þó við því að afskrifa Real Madrid fyrir kvöldið í Meistaradeildarupphitun Viaplay.

„Það eru allir að tala um að Manchester City muni rúlla yfir Real Madrid. Þeir verða kannski miklu betri en þú getur ekki veðjað gegn Real Madrid. Ég hef gert það í beinni og það kom í bakið á mér,“ segir Kári fyrir stórleik kvöldsins.

Rúrik Gíslason er með honum í setti Viaplay og telur hann Real Madrid ekki alveg vera á sama stað og í fyrra, þegar liðið henti City úr leik á þessu stigi.

„Miðað við Real Madrid í fyrra og núna, ég veit ekki hvað það er, en ég hef ekki séð sömu geðveiki og í fyrra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar