fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Everton magnaðir í sigri á Brighton – Skutust upp úr fallsæti

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 8. maí 2023 18:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Everton vann afar sannfærandi sigur á Brighton í ensku úrvalsdeildinni nú rétt í þessu. Leikurinn fór fram í Brighton og var sigur Everton nokkuð óvæntur.

Abdoulaye Doucoure var í stuði í dag og skoraði fyrra mark sitt í leiknum eftir um hálfa mínútu. Hann bætti við öðru marki eftir um hálftíma leik.

Jason Steele markvörður Brighton setti svo knöttinn í eigð net og staðan orðin 0-3 fyrir gestina í hálfleik.

Heimamenn voru með boltann nánast allan síðari hálfleikinn en Dwight McNeill bætti við fjórða marki Everton og sigurinn var í höfn.

Alexis MacAllister lagaði stöðuna fyrir heimamenn þegar um tíu mínútur voru eftir. Það var svo Dwight McNeill sem bætti við fimmta markinu fyrir Everton í uppbótartíma, 1-5 sigur staðreynd.. Jordan Pickford markvörður Everton átti magnaðan leik og varði hreint ótrúlega á köflum.

Sigurinn kemur Everton úr fallsæti og er liðið nú með 32 stig, tveimur stigum meira en liðin í fallsætinu. Liðið á leik við Manchester City um næstu helgi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Guardiola vill hollenskan miðjumann í sumar

Guardiola vill hollenskan miðjumann í sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hefur ekki neinn áhuga á því að fara frá Liverpool í sumar

Hefur ekki neinn áhuga á því að fara frá Liverpool í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim hótar að hætta – Mourinho líklegastur til að taka við ef það gerist

Amorim hótar að hætta – Mourinho líklegastur til að taka við ef það gerist
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viðbúið að viðbrögðin yrðu svona og Trent þarf að takast á við það

Viðbúið að viðbrögðin yrðu svona og Trent þarf að takast á við það
433Sport
Í gær

Beckham lætur í sér heyra á X-inu eftir að skotið var fast á Inter Miami

Beckham lætur í sér heyra á X-inu eftir að skotið var fast á Inter Miami
433Sport
Í gær

Tölfræðin yfir síðustu þrjú tímabil – Stuðningsmönnum Arsenal svíður að sjá þetta

Tölfræðin yfir síðustu þrjú tímabil – Stuðningsmönnum Arsenal svíður að sjá þetta