fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Everton magnaðir í sigri á Brighton – Skutust upp úr fallsæti

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 8. maí 2023 18:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Everton vann afar sannfærandi sigur á Brighton í ensku úrvalsdeildinni nú rétt í þessu. Leikurinn fór fram í Brighton og var sigur Everton nokkuð óvæntur.

Abdoulaye Doucoure var í stuði í dag og skoraði fyrra mark sitt í leiknum eftir um hálfa mínútu. Hann bætti við öðru marki eftir um hálftíma leik.

Jason Steele markvörður Brighton setti svo knöttinn í eigð net og staðan orðin 0-3 fyrir gestina í hálfleik.

Heimamenn voru með boltann nánast allan síðari hálfleikinn en Dwight McNeill bætti við fjórða marki Everton og sigurinn var í höfn.

Alexis MacAllister lagaði stöðuna fyrir heimamenn þegar um tíu mínútur voru eftir. Það var svo Dwight McNeill sem bætti við fimmta markinu fyrir Everton í uppbótartíma, 1-5 sigur staðreynd.. Jordan Pickford markvörður Everton átti magnaðan leik og varði hreint ótrúlega á köflum.

Sigurinn kemur Everton úr fallsæti og er liðið nú með 32 stig, tveimur stigum meira en liðin í fallsætinu. Liðið á leik við Manchester City um næstu helgi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“