fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Sjáðu hvað Neymar gerði á Instagram – Hellir olíu á eldinn sem nú logar í París

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 4. maí 2023 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neymar hefur helt olíu á eldinn hjá París með því að setja læk við færslu þar sem PSG fær að heyra það og að hann og Lionel Messi hafi verið hamingjusamari hjá Barcelona.

„Munurinn á því að vera góður og vera frábær. Það vantar hjá PSG, stuðningsmenn PSG kunna þetta ekki,“ segir í færslunni sem Neymar líkar.

Stuðningsmenn PSG voru mættir fyrir utan höfuðstöðvar félagsins í gær og fékk Messi að heyra það. „Messi er tíkarsonur,“ var á meðal þess sem var sungið.

Argentínumaðurinn var þó ekki sá eini sem fékk á baukinn. Hópur blóðheitra stuðningsmanna fór fyrir utan heimili Neymar. Sungu þeir meðal annars: „Drullaðu þér burt Neymar.“

PSG gerði Brasilíumanninn að dýrasta leikmanni heims þegar hann var keyptur frá Barcelona á 198 milljónir punda 2017. Hann hefur hins vegar ekki alveg staðið undir væntingum í borg ástarinnar.

Ljóst er að þessi hegðun Neymar á Instagram gerir ekkert annað en að hella olíu á eldinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina