Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, viðurkennir að tímabilið í ár séu viss vonbrigði. Þjóðverjinn sér þó ljósa punkta á því.
Það er útlit fyrir að Liverpool missi af sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Það verða að teljast mikil vonbrigði fyrir lið sem hefur verið í toppbaráttu undanfarin ár.
„Ef við gerum ekkert sérstakt á þessu tímabili verður samt munað eftir okkur sem liðinu sem vann Manchester United 7-0,“ segir Klopp, en eins og frægt er slátraði Liverpool erkifjendunum í United fyrr á tímabilinu.
Klopp segir sína menn hafa lært mikið á erfiðri leiktíð.
„Við munum taka því sem við fáum. Við töluðum ekki um það í byrjun tímabils að það yrði frábært að ná Evrópudeildarsæti en við höfum lært mikið af þessari leiktíð.
Ef Evrópudeildin verður niðurstaðan er það í fullkomlega góðu lagi.“