fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
433Sport

Besta deild karla: Ótrúleg dramatík í Árbænum – Grátlegt fyrir Framara

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 28. apríl 2023 21:57

Mynd/Helgi VIðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fór fram ótrúlegur fótboltaleikur í Bestu deild karla í kvöld þegar Breiðablik og Fram mættust.

Leikurinn fór fram á Wurth-vellinum í Árbæ. Verið er að skipta um gervigras á heimavelli Blika og því ekki hægt að spila þar.

Breiðablik réði lögum og lofum fyrsta hálftíma leiksins. Stefán Ingi Sigurðarson kom þeim yfir strax á 4. mínútu með flottum skalla eftir frábæra sendingu Gísla Eyjólfssonar.

Patrik Johannesen tvöfaldaði forystu Blika 20 mínútum síðar með marki úr vítateignum eftir flotta sókn. Skömmu síðar skoraði Stefán sitt annað mark. Staðan 3-0 og forskot Íslandsmeistaranna síst of stórt.

Skömmu fyrir hálfleik minnkaði Fram hins vegar muninn. Markið skoraði Guðmundur Magnússon eftir flotta sendingu Fred og gestirnir skyndilega komnir inn í leikinn.

Framarar komu mun sterkari inn í seinni hálfleik og skoruðu strax á 52. mínútu þegar Már Ægisson kom knettinum í netið.

Stefán Ingi skoraði hins vegar hinum megin strax í kjölfarið. Fullkomnaði þrennuna og kom Blikum í 4-2.

Framarar voru hins vegar hvergi nærri hættir. Fred minnkaði muninn í eitt mark á ný eftir rúman klukkutíma leik.

Á næstu mínútum virtust Blikar líklegri til að bæta við en Magnús Þórðarson jafnðai fyrir Framara eftir skyndisókn á 76. mínútu. Staðan orðin 4-4 í mögnuðum leik.

Það leit út fyrir að leikurinn væri að fjara út þegar Blikar fengu hornspyrnu á sjöttu mínútu uppbótartíma. Klæmint Olsen stangaði boltann í netið eftir hana og tryggði Íslandsmeisturunum 5-4 sigur.

Úrslitin þýða að Breiðablik er í öðru sæti deildarinnar með 6 stig eftir fjóra leiki. Fram er á botninum með 2 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kompany krotar undir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Landsliðið kom saman í dag – Mikilvægir leikir framundan

Landsliðið kom saman í dag – Mikilvægir leikir framundan
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Afar þægilegt hjá Börsungum – Kairat manni fleiri nær allan leikinn en tókst ekki að skora

Afar þægilegt hjá Börsungum – Kairat manni fleiri nær allan leikinn en tókst ekki að skora
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þrumuræða Carragher um Liverpool – Segir liðið vera eins og Real Madrid og að Slot verði að láta það virka

Þrumuræða Carragher um Liverpool – Segir liðið vera eins og Real Madrid og að Slot verði að láta það virka
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Búist við tíðindum af Messi og framtíð hans á næstu dögum

Búist við tíðindum af Messi og framtíð hans á næstu dögum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kostulegt atvik frá Anfield – Var byrjaður að fagna marki þegar Salah fékk boltann

Kostulegt atvik frá Anfield – Var byrjaður að fagna marki þegar Salah fékk boltann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Lammens hrósar Amorim fyrir þetta – „Þú finnur að hann tekur alla pressuna á sig“

Lammens hrósar Amorim fyrir þetta – „Þú finnur að hann tekur alla pressuna á sig“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hemmi Hreiðars sagður í viðræðum um að taka við Val

Hemmi Hreiðars sagður í viðræðum um að taka við Val