fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Sjáðu hvað Ederson gerði til að stríða stuðningsmönnum Arsenal í gær

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 27. apríl 2023 10:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ederson markvörður Manchester City gerði grín að stuðningsmönnum Arsenal í gær þegar City komst í 4-1 á Ethiad.

Ederson lék eins og hann væri grátandi og beindi spjótum sínum að stuðningsmönnum Arsenal sem voru fyrir aftan. Stærsti leikur tímabilsins til þessa í ensku úrvalsdeildinni fór fram í gær þegar Manchester City tók á móti Arsenal.

Það er óhætt að segja að þetta hafi verið leikur kattarins að músinni og yfirburðir City miklir frá upphafi. Þeir báru árangur strax á 7. mínútu þegar Kevin De Bruyne skoraði með góðu skoti. Erling Braut Haaland fór illa með Rob Holding í aðdragandanum.

Áfram voru heimamenn miklu betri. Skytturnar virtust ætla að sleppa aðeins 1-0 undir í hálfleik en í uppbótartíma fyrri hálfleiks skoraði John Stones með skalla. Markið var upphaflega dæmt af vegna rangstöðu en VAR sýndi að það var gott og gilt.

Eftir innan við tíu mínútur í seinni hálfleik var City búið að gera út um leikinn. Þá skoraði De Bruyne aftur með frábærri afgreiðslu eftir samspil við Haaland.

Eftir þetta þæfði City leikinn niður. Holding tókst þó að klóra í bakkann fyirr Arsenal á 86. mínútu með góðri afgreiðslu í teignum.

Haaland kom sér hins vegar á blað og kom City í þriggja marka forystu á ný í blálok leiksins.

Lokatölur 4-1. Úrslitin þýða að Arsenal er enn á toppi deildarinnar, nú með 2 stiga forskot á City. Þeir síðarnefndu eiga hins vegar tvo leiki til góða og útlitið því gott fyrir þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rashford sagður hafa tekið ákvörðun – Á skjön við það sem hefur verið sagt undanfarið

Rashford sagður hafa tekið ákvörðun – Á skjön við það sem hefur verið sagt undanfarið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gætu átt yfir höfði sér dóm fyrir að dreifa kynferðislegu efni af stúlku undir lögaldri – Mjög þekkt nafn á meðal meintra gerenda

Gætu átt yfir höfði sér dóm fyrir að dreifa kynferðislegu efni af stúlku undir lögaldri – Mjög þekkt nafn á meðal meintra gerenda
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Enskt stórlið á meðal þeirra sem fylgdust með Ronaldo yngri

Enskt stórlið á meðal þeirra sem fylgdust með Ronaldo yngri
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segja samkomulag í höfn um verðmiða á Gyokeres – Mun lægri en flestir bjuggust við

Segja samkomulag í höfn um verðmiða á Gyokeres – Mun lægri en flestir bjuggust við
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Börsungar til í að losa átta – Voru áður í lykilhlutverki

Börsungar til í að losa átta – Voru áður í lykilhlutverki
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

United búið að opna samtal

United búið að opna samtal
433Sport
Í gær

Hótelverð hækkaði um 900 prósent á einni nóttu og barir ætla að hækka verðið hressilega

Hótelverð hækkaði um 900 prósent á einni nóttu og barir ætla að hækka verðið hressilega
433Sport
Í gær

Dramað að taka enda – Vardy ætlar að borga Rooney 200 milljónir

Dramað að taka enda – Vardy ætlar að borga Rooney 200 milljónir