Þremur leikjum er lokið það sem af er kvöldi í ensku úrvalsdeildinni.
West Ham tók á móti Liverpool. Eftir mjög svo fjörugan fyrri hálfleik var staðan 1-1. Lucas Paqueta kom heimamönnum yfir á 12. mínútu með frábæru marki.
Cody Gakpo jafnaði hins vegar fyrir Liverpool nokkrum mínútum síðar eftir undirbúning Trent Alexander-Arnold.
Þrátt fyrir færi á báða bóga var jafnt fram að hálfleik.
Liverpool fór vel af stað í seinni hálfleik og um hann miðjan kom Joel Matip þeim yfir eftir hornspyrnu Andy Robertson.
West Ham vaknaði aðeins eftir þetta en tókst ekki að jafna. Lokatölur 1-2.
Liverpool er í sjötta sæti með 53 stig, sex stigum frá fjórða sæti. West Ham er fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið.
West Ham 1-2 Liverpool
1-0 Paqueta 12′
1-1 Gakpo 18′
1-2 Matip 67′
Chelsea tók á móti Brentford og héldu vandræði heimamanna áfram.
Brentford leiddi 0-1 eftir fremur bragðdaufan fyrri hálfleik með sjálfsmarki Cesar Azpilicueta.
Bryan Mbeumo tvöfaldaði forskot gestanna á 78. mínútu með flottu marki. Lokatölur 0-2.
Brentford er í níunda sæti með 47 stig. Chelsea er í því ellefta með 39.
Chelsea 0-2 Brentford
0-1 Azpilicueta (Sjálfsmark) 37′
0-2 Mbeumo 78′
Þá vann Nottingham Forest fremur óvæntan sigur á Brighton.
Brennan Johnson klikkaði á víti fyrir heimamenn á 12. mínútu. Á 38. mínúut kom Facundo Buonanotte Brighton yfir. Skömmu fyrir hálfleik jafnaði Forest hins vegar þegar Pascal Gross gerði sjálfsmark.
Á 69. mínútu kom Danilo heimamönnum svo yfir. Morgan Gibbs-White innsiglaði svo 3-1 sigur nýliðanna af vítapunktinum í uppbótartíma.
Eftir þennna mikilvæga sigur er Forest í sautjánda sæti, stigi fyrir ofan fallsæti. Brighton er í áttunda sæti og var tapið högg í Evrópubaráttu þeirra.
Nottingham Forest 3-1 Brighton
0-1 Buonanotte 38′
1-1 Gross (Sjálfsmark) 45+3′
2-1 Danilo 69′
3-1 Gibbs White (Víti) 90+1′