fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Jörundur útskýrir af hverju Hareide varð fyrir valinu

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 18. apríl 2023 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég lít á þessa ráðningu sem gott skref fyrir íslenskan fótbolta. Við erum að fá inn öflugan mann með mikla reynslu. Það var það sem við horfðum til,“ sagði Jörundur Áki Sveinsson, sviðsstjóri knattspyrnusviðs KSÍ, við 433.is í kjölfar þess að nýr landsliðsþjálfari, Åge Hareide, var kynntur fyrir blaðamönnum og íslensku þjóðinni í Laugardal í dag.

Jörundur hefur verið í samskiptum við Hareide undanfarna daga. „Strax á fyrsta fundi leist mér vel á manninn.

Hann er hafsjór af fróðleik og er með sterkar skoðanir. Þetta landsliðsumhverfi þekkir hann eins og lófan á sér. Ég tel að þetta sé akkúrat maðurinn sem við þurfum.“

Hareide er með mikla reynslu af landsliðsfótbolta, þar sem hann hefur stýrt Noregi og Danmörku. Það hafði mikið að segja þegar hann var ráðinn til að stýra liðinu.

„Við vitum að landsliðsfótboltinn er frábrugðin félagsliðafótboltanum. Þú verður að vinna til að halda þér í einhverri stöðu. Hann er bara með eitt markmið og það er að vinna fótboltaleiki.

Hann gefur leikmönnum sínum frelsi en vill líka að þeir virði ákveðin mörk og reglur. Hann leggur mikið upp úr því að vera í miklum samskiptum við leikmenn og starfsfólk. Það heillaði.“

Viðtalið í heild er hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Dias framlengir samning sinn á Ethiad

Dias framlengir samning sinn á Ethiad
433Sport
Í gær

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum
433Sport
Í gær

United stelur lækni af Crystal Palace

United stelur lækni af Crystal Palace
433Sport
Í gær

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar
Hide picture