fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Hraunar yfir leikmenn Manchester United – „Geta skammast sín“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 14. apríl 2023 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Peter Schmeichel, fyrrum markvörður Manchester United, var allt annað en sáttur með sína menn eftir leikinn gegn Sevilla í Evrópudeildinni í gær.

Liðin mættust í fyrri leik sínum í 8-liða úrslitum á Old Trafford og gerðu 2-2 jafntefli.

Marcel Sabitzer kom United í 2-0 en Rauðu djöflarnir glutruðu forskotinu niður í lokin.

„Úrslitin eru sanngjörn miðað við hvernig leikurinn þróaðist í seinni hálfleik,“ segir Schmeichel.

„Nokkrir leikmenn þurfa að horfa í spegil eftir þennan leik og spyrja sig hvort þeir séu að koma með nóg að borðinu. Nokkrir leikmenn geta skammast sín fyrir frammistöðuna.“

Fáir leikmenn áttu góðan dag hjá United en Schmeichel hrósar nokkrum.

„De Gea spilaði vel. Hann átti tvær frábærar vörslur. Hann gat ekkert gert í mörkunum. Casemiro spilaði líka mjög vel í endurkomunni.

Besti maður vallarins var Marcel Sabitzer. Liðsfélagar hans brugðust honum. Hann leiddi með fordæmi en aðrir fylgdu ekki,“ segir Daninn.

„2-2 eru mjög svekkjandi úrslit sem stuðningsmaður United. Ég er mjög vonsvikinn því þetta hefði átt að vera 5-0 sigur.“

Seinni leikur liðanna fer fram á fimmtudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þeir sem nota ólögleg streymi til að horfa á íþróttir fá áfall – Nýjar breytingar gera þetta mjög erfitt

Þeir sem nota ólögleg streymi til að horfa á íþróttir fá áfall – Nýjar breytingar gera þetta mjög erfitt