fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Gummi Ben ræðir málefni Gylfa Þórs – „Hefur eðlilega verið erfitt fyrir alla og þá sérstaklega hann“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 14. apríl 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Benediktsson, íþróttafréttamaður segir að það yrðu frábær tíðindi ef Gylfi Þór Sigurðsson myndi snúa aftur á knattspyrnuvöllinn og spila aftur fyrir íslenska landsliðið.

Gylfi hefur ekki spilað fótbolta í að verða tvö ár vegna rannsóknar lögreglunnar í Manchester, var hann grunaður um brot gegn ólögráða einstaklingi.

Eftir 637 daga í rannsókn var málið látið niður falla og er Gylfi nú frjáls ferða sinna. Var hann í farbanni á Englandi á meðan málið var til rannsóknar.

„Fyrst og fremst er maður ákaflega ánægður fyrir hönd Gylfa, að það sé komið einhver niðurstaða í þetta mál. Þetta hefur eðlilega verið erfitt fyrir alla og þá sérstaklega hann. Ég held að það sé of snemmt að tjá sig um að Gylfi komi aftur í landsliðið, Vanda sagði að það væri næst á dagskrá að heyra í Gylfa og skoða málin,“ sagði Guðmundur á Bylgjunni í dag.

Það var ákvörðun Everton að Gylfi myndi ekki spila  á meðan rannsóknin var í gangi og þá var honum meinað að æfa með liðinu. Hann varð samningslaus síðasta sumar.

„Miðað við umfang þessa máls hingað til, að Gylfi og hans fólk þurfti tíma til að átta sig á stöðunni. Það eru frábærar fréttir fyrir að hann að það sé búið að fella málið niður.“

Guðmundur segir að Gylfi sé besti landsliðsmaður sögunnar en það sé ótímabært að ræða endurkomu hans í landsliðið.

„Hann hefur ekki spilað fótbolta í mjög langan tíma og það tekur allt saman tíma, ef að yrði að Gylfi myndi spila aftur fyrir Ísland þá væru það frábærar fréttir fyrir Ísland. Við höfum aldrei átt betri landsliðsmenn í treyjunni, en það er of snemmt að vera með yfirlýsingar um það. Vonandi gengur þetta allt vel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Einbeiting United er á Mbeumo og ekkert annað eins og er

Einbeiting United er á Mbeumo og ekkert annað eins og er
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Alexandra: „Þú getur rétt ímyndað þér hversu sárt þetta var“

Alexandra: „Þú getur rétt ímyndað þér hversu sárt þetta var“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta er sögð ástæða þess að Ronaldo mætti ekki í útför Diogo Jota

Þetta er sögð ástæða þess að Ronaldo mætti ekki í útför Diogo Jota
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Elvar varpar fram kenningu – Er Ólafur að máta sig við stól Þorsteins?

Elvar varpar fram kenningu – Er Ólafur að máta sig við stól Þorsteins?
433Sport
Í gær

Karólína Lea vill ná í sigur fyrir íslensku þjóðina: ,,Geggjað að sjá hvað voru margir að styðja okkur áfram allan tímann“

Karólína Lea vill ná í sigur fyrir íslensku þjóðina: ,,Geggjað að sjá hvað voru margir að styðja okkur áfram allan tímann“
433Sport
Í gær

Ingibjörg svekkt eftir niðurstöðu kvöldsins: ,,Ég veit ekki hvað meira ég á að segja“

Ingibjörg svekkt eftir niðurstöðu kvöldsins: ,,Ég veit ekki hvað meira ég á að segja“