fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Norskir fjölmiðlar fullyrða að Age Hareide sé nýr þjálfari Íslands

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 13. apríl 2023 19:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Age Hareide fyrrum þjálfari danska landsliðsins hefur samþykkt að taka við íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu.

Það er Dagsavisen í Noregi sem fjallar um málið en Hareide er frá Noregi.

Í norskum miðlum segir að Hareide verði kynntur til leiks á morgun en hann vildi ekki tjá sig um málið við norska miðla.

Hareide er 69 ára gamall en hann stýrði Malmö á síðasta ári en hann stoppaði einnig við hjá Rosenborg eftir starf sitt með danska landsliðið.

Hareide þjálfaði danska landsliðið frá 2016 til 2020 en hann hefur afar mikla reynslu.

Hann tekur við af Arnari Viðarssyni sem rekinn var fyrir tveimur vikum síðan en hann hóf þjálfaraferil sinn árið 1985.

Age átti ágætis feril sem leikmaður og lék meðal annars fyrir Mancehster City en hann lék 50 landsleiki fyrir Noreg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina