fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Frábært lið City valtaði yfir Bæjara – Inter í afar sterkri stöðu

433
Þriðjudaginn 11. apríl 2023 20:52

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Um fyrri leiki einvígjanna var að ræða.

Flest augu voru á Manchester-borg þar sem heimamenn í Manchester City tóku á móti Bayern Munchen.

City byrjaði betur og á 27. mínútu komst liðið yfir. Þá fékk Rodri nóg af plássi fyrir utan vítateig Bæjara og átti svo draumaskot upp í hornið fjær. Yann Sommer áttu ekki möguleika í marki gestanna.

Heimamenn voru mun betri í seinni hálfleik og juku þeir forskotið á 70. mínútu. Þá gerði Dayot Upamecano, sem átti skelfilegan leik í kvöld, slæm mistök, boltinn endaði hjá Erling Braut Haaland sem setti boltann glæsilega á kollinn á Bernardo Silva sem skoraði.

Skömmu síðar gerði Haaland sjálfur svo þriðja mark City með frábærri afgreiðslu.

Lokatölur 3-0 fyrir City sem er í frábærri stöðu fyrir seinni leikinn í Þýskalandi í næstu viku.

Lukaku skorar úr vítaspyrnunni. Getty

Þá er Inter í mjög góðri stöðu eftir sigur á Benfica á útivelli í kvöld.

Markalaust var eftir fyrri hálfleik en Nicolo Barella kom Inter yfir senmma í þeim seinni.

Romelu Lukaku innsiglaði svo 0-2 sigur gestanna af vítapunktinum á 82. mínútu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina