Manchester City hefur spilað meira spennandi leiki en sá sem fór fram í dag á St. Mary’s, heimavelli Southampton.
Margir biðu spenntir eftir þessum leik, sérstaklega vegna þess að Southampton sló einmitt Man City úr leik í enska bikarnum með 2-0 sigri.
Það sama var svo sannarlega ekki upp á teningnum í dag en gestirnir höfðu betur sannfærandi, 4-1.
Erling Haaland var að sjálfsögðu á meðal markaskorara en hann skoaði tvennu og þá komust Jack Grealish og Julian Alvarez á blað.
Annað mark Haaland var hans 30. í deildinni í vetur og var afskaplega laglegt eins og má sjá hér.
KDB 🤝 Grealish 🤝 Haaland 💥
What a way to score your 30th goal in the league! pic.twitter.com/UIlYpj3UKC
— MrManCity ♨️ (@MrManCity8) April 8, 2023