fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Nafn Ancelotti er á blaði Chelsea fyrir sumarið

433
Föstudaginn 7. apríl 2023 17:00

Carlo Ancelotti / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea er í leit að knattspyrnustjóra til frambúðar eftir að Graham Potter var rekinn á dögunum. Samkvæmt ESPN er Carlo Ancelotti á blaði.

Potter var rekinn eftir afar dapurt gengi, en Chelsea situr í ellefta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Frank Lampard er tekinn við sem stjóri liðsins í annað sinn. Hann var þó aðeins ráðinn til að stýra því út þessa leiktíð.

Eitt af þeim nöfnum sem Chelsea er með á blaði fyrir sumarið er Ancelotti hjá Real Madrid.

Ítalinn hefur áður verið við stjórnvölinn hjá Chelsea og gæti snúið aftur.

Talið er að starf Ancelotti hjá Real Madrid sé í mikilli hættu ef honum mistekst að vinna Meistaradeild Evrópu annað árið í röð. Liðið á nær engan möguleiak á Spánarmeistaratitlinum.

Ancelotti hefur verið orðaður við brasilíska landsliðið einnig.

Auk Ancelotti er talið að Chelsea gæti rætt við menn á borð við Luis Enrique, Julian Nagelsmann og Mauricio Pochettino.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl