Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, bætti met Michael Owen í gær er liðið spilaði við Manchester City.
Salah opnaði markareikninginn í þessum leik til að koma Liverpool yfir en Man City skoraði fjögur mörk í kjölfarið og vann öruggan sigur.
Salah er nú orðinn markahæsti leikmaður í sögu Liverpool á útivelli og bætti met Owen.
Owen skoraði 55 mörk á útivelli á sínum ferli fyrir Liverpool en Salah skoraði sitt 56. mark í tapinu í gær.
Salah hefur verið stórkostlegur síðan hann kom til félagsins og er til að mynda markahæsti leikmaður í sögu félagsins í Evrópukeppnum.