fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Arnar Þór Viðarsson rekinn sem landsliðsþjálfari

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 30. mars 2023 16:02

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn KSÍ hefur tekið ákvörðun um að leysa Arnar Þór Viðarsson frá störfum sem þjálfara A landsliðs karla og mun nú hefja leit að eftirmanni hans.

„Stjórnin metur þetta nauðsynlegt skref með hagsmuni liðsins í huga og möguleikann á að ná þeim árangri sem þarf til að koma liðinu aftur í fremstu röð,“ segir á vef KSÍ.

„Þetta er auðvitað erfið ákvörðun en við teljum hana nauðsynlega og rétta með hagsmuni liðsins að leiðarljósi. Arnar hefur gert margt gott hérna hjá KSÍ og á hrós skilið fyrir sitt starf sem var oft unnið í krefjandi aðstæðum. Nú förum við beint í að finna eftirmann hans til þess að hefja undirbúning fyrir næstu leiki liðsins sem fram fara í sumar,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ.

Stjórn KSÍ vill koma á framfæri þökkum til Arnars Þórs fyrir hans störf og óskar honum alls hins besta.

Arnar Þór hafði stýrt landsliðinu í rúm tvö ár en ýmsu gekk á meðan hann var í starfinu. Arnar stýrði liðinu í tveimur leikjum gegn Bosníu og Liechtenstein í síðustu viku, tapaðist leikurinn í Bosníu illa en gegn Liechtenstein vann liðið sinn stærsta sigur í sögunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl