fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Rúrik og Kári ómyrkir í sínu máli – „Íslenskir alvöru karlmenn sem eiga skilið að láta hrauna yfir sig“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 23. mars 2023 22:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mjög verðskuldað, tíu mínútur í fyrri hálfleik þar sem þetta var ágætt. Bosníu menn voru tilbúnir að sigla þessu heim í seinni hálfleik, hægja á þessu og hvíldar innlagnir,“ sagði Kári Árnason sem var ómyrkur í máli á Vipalay eftir 3-0 tap Íslands gegn Bosnía og Hersegóvínu og í undankeppni EM í kvöld.

Um var að ræða fyrsta leik í riðlinum en íslenska liðið átti aldrei séns í leiknum. „Það væri geggjað ef Ísland gæti farið og spilað eins og Spánn, það var þróunin. Að þróa þetta í lið sem heldur í boltann,“ sagði Kára sem virðist ekki sáttur með þær breytingar sem Arnar Þór Viðarsson virðist vera að reyna ná fram í íslenska liðið.

Kári segir að íslenska landsliðið verði að snúast um varnarleik. „Þetta stendur og fellur á varnarleik, ef þú heldur hreinu þá gefur þú sér séns á að vinna. Þetta er erfiður útivöllur, þetta gefur ekki færi á possesion fótbolta,“ sagði Kári á Viaplay

Kári hafði í hálfleik kallað eftir breytingum í áherslum á leik liðsins. „Maður sá engar áherslu breytingar á varnarleik í hálfleik, það var ennþá alltof langt á milli. Þetta var svo borðleggjandi, það var einn í því að teygja á vörninni. Við bara eltum þá, á einhverjum tímapunkti stoppar þú og segir að leikmaðurinn sé ekki lengur hættulegur.“

Kári var mjög ósáttur með þriðja markið sem íslenska liðið fékk á sig og talaði um Hákon Arnar Haraldsson. „Þetta er shoking mark að fá á sig, við erum svo margir á þessu svæði. Hákon þarf að hlaupa úr framherja stöðunni í hjálparvörn, reyndar skammarleg. Þetta er ekki boðleg hjálparvörn á þessu leveli, hann á ekki að vera þarna.“

„Höddi er að dekka sama mann og Daníel, Hörður á að taka manninn hans Davíðs og hann verður að láta Davíð vita. Hörður þarf að líta um öxl, Davíð getur þá farið í cover út til vinstri, Arnór Ingvi fellur niður, hann á að hjálpa Jóni Degi. Hákon er að ferðast alltof langt, þetta er lint frá Hákoni og Arnór vertu mættur út í þetta.“

„Mér finnst að Rúnar Alex eigi að verja þetta,“ sagði Kári um þriðja markið.

Kári sagðist ekki hafa gaman af því að gagnrýna íslenska landsliðið. „Við eigum helling af vinum í liðinu, mér finnst þetta grátlegt. Manni fannst vera komið blueprint. Er þetta þróun í rétta átt? Ball possesion, verjumst bara eins og menn.“

„Við eigum leik hérna heima eftir, það er ekki alltaf í skrúfunni en þetta var mjög mikilvægur leikur,“ sagði Kári um stöðuna nú þegar níu leikir eru eftir.

Eru allir vinir?

Rúrik Gíslason var með Kára í sjónvarpinu og segir að það vanti í íslenska liðið að menn fái að heyra það þegar mistök eru gerð.

„Í fótboltaliði eru allir vinir, það er ekki þar með sagt að þú getir ekki hraunað yfir næsta mann sem er kærulaus,“ sagði Rúrik.

„Þetta eru íslenskir alvöru karlmenn sem eiga skilið að láta hrauna yfir sig, við verðum að búast við meiru frá liðinu, þjálfurunum, öllu sambandinu.“

Arnar Þór Viðarsson sagðist hafa gert áherslubreytingu eftir fimm mínútur og sett Jóhann Berg Guðmundsson sem djúpan miðjumann. „Ég sá það ekki?,“ sagði Rúrik

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn
433Sport
Í gær

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum
433Sport
Í gær

Saka frá fram yfir landsleikjahlé en óvissa með Ödegaard

Saka frá fram yfir landsleikjahlé en óvissa með Ödegaard