fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Fyrrum landsliðsmaður Íslands vonar að Bosnía hafi betur í riðlinum í undankeppni EM

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 22. mars 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Izu­din Daði Dervic, fyrrum lands­liðs­maður Ís­lands í knatt­spyrnu, er einn þeirra sem ekki er í öfunds­verði stöðu fyrir mikil­vægan leik Bosníu og Ís­lands í fyrsta leik undan­keppni EM 2024 á morgun.

Izu­din er fæddur og upp­alinn í því sem nú er Bosnía & Herzegovina en hann kom hingað til lands árið 1990 til þess að spila fót­bolta. Hér átti hann yfir að skipa margra ára ferli með liðum á borð við Sel­foss, FH, Val, KR og Leiftur og á hann yfir að skipa 144 leikjum í efstu deild.

Árið 1993 fékk Izu­din ís­lenskan ríkis­borgara­rétt, hann tók upp ís­lenska milli­nafnið Daði og var þremur vikum síðar valinn í ís­lenska lands­liðið.

Izudin Daði Dervic / Mynd: Afturelding

,,Sama hvað gerist mun, mun ég verða sigur­vegar,“ segir Izu­din í sam­tali við Al Jazeera um komandi viður­eign Ís­lands og Bosníu.

Izu­din Daði spilaði á sínum tíma 14 lands­leiki fyrir Ís­lands hönd, til að mynda gegn Brasilíu árið 1994. Hann var ekki á­nægður þegar að hann frétti að Ís­land og Bosnía yrðu saman í undan­keppni EM 2024.

,,Eftir að hafa horft á dráttinn fór hjart­sláttur minn að aukast, þessi tvö lönd sem ég elska af öllu mínu hjarta, drógust í sama riðil. Ég er fæddur, upp­alinn og tók mín fyrstu skref í knatt­spyrnu þar. Ég fer í frí þangað á hverju ári,“ segir Izu­din sem starfar hjá Alcoa hér á landi.

,,Það er hér á Ís­landi sem ég lifi og starfa, þetta er land sem ég elska einnig mjög mikið. Land sem gaf mér mikið af stórum stundum í mínu lífi, meðal annars á erfiðum stundum. Ég hef verið hér í meira en 30 ár.“

Izu­din segist munu styðja bæði Bosníu og Ís­land í leik liðanna á morgun.

,,Af fullu hjarta mun ég styðja þau bæði og vona að þau komist bæði á EM 2024. Í leikjunum á milli Bosníu og Ís­lands mun ég alltaf standa uppi sem sigur­vegari. Sama hvort liðið vinnur, þá mun ég vera á­nægður.

En í fullri hrein­skilni sagt myndi ég vilja að Bosnía endi í 1. sæti riðilsins og Ís­land í öðru sæti. Bosnía er eftir allt sama Bosnía, hið eina og sanna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United stórhuga fyrir sumarið – Leikurinn gegn Tottenham skiptir gríðarlegu máli

United stórhuga fyrir sumarið – Leikurinn gegn Tottenham skiptir gríðarlegu máli
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Það versta hjá United í yfir 60 ár – Geta enn slegið þetta vafasama met

Það versta hjá United í yfir 60 ár – Geta enn slegið þetta vafasama met
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu hvað liðsfélagi Trent gerði eftir að stuðningsmenn Liverpool bauluðu á hann í gær

Sjáðu hvað liðsfélagi Trent gerði eftir að stuðningsmenn Liverpool bauluðu á hann í gær
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu lygilegu atvikin í Víkinni í gær – „Hvaða djók var ég að horfa á?“

Sjáðu lygilegu atvikin í Víkinni í gær – „Hvaða djók var ég að horfa á?“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Velur Noble frekar en Fabregas

Velur Noble frekar en Fabregas
433Sport
Í gær

Ætlar ekki að gefast upp í Manchester

Ætlar ekki að gefast upp í Manchester
433Sport
Í gær

Besta deildin: Aron hetjan á Akureyri

Besta deildin: Aron hetjan á Akureyri
433Sport
Í gær

Arsenal vill framlenga til 2029

Arsenal vill framlenga til 2029