Izudin Daði Dervic, fyrrum landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu, er einn þeirra sem ekki er í öfundsverði stöðu fyrir mikilvægan leik Bosníu og Íslands í fyrsta leik undankeppni EM 2024 á morgun.
Izudin er fæddur og uppalinn í því sem nú er Bosnía & Herzegovina en hann kom hingað til lands árið 1990 til þess að spila fótbolta. Hér átti hann yfir að skipa margra ára ferli með liðum á borð við Selfoss, FH, Val, KR og Leiftur og á hann yfir að skipa 144 leikjum í efstu deild.
Árið 1993 fékk Izudin íslenskan ríkisborgararétt, hann tók upp íslenska millinafnið Daði og var þremur vikum síðar valinn í íslenska landsliðið.
,,Sama hvað gerist mun, mun ég verða sigurvegar,“ segir Izudin í samtali við Al Jazeera um komandi viðureign Íslands og Bosníu.
Izudin Daði spilaði á sínum tíma 14 landsleiki fyrir Íslands hönd, til að mynda gegn Brasilíu árið 1994. Hann var ekki ánægður þegar að hann frétti að Ísland og Bosnía yrðu saman í undankeppni EM 2024.
,,Eftir að hafa horft á dráttinn fór hjartsláttur minn að aukast, þessi tvö lönd sem ég elska af öllu mínu hjarta, drógust í sama riðil. Ég er fæddur, uppalinn og tók mín fyrstu skref í knattspyrnu þar. Ég fer í frí þangað á hverju ári,“ segir Izudin sem starfar hjá Alcoa hér á landi.
,,Það er hér á Íslandi sem ég lifi og starfa, þetta er land sem ég elska einnig mjög mikið. Land sem gaf mér mikið af stórum stundum í mínu lífi, meðal annars á erfiðum stundum. Ég hef verið hér í meira en 30 ár.“
Izudin segist munu styðja bæði Bosníu og Ísland í leik liðanna á morgun.
,,Af fullu hjarta mun ég styðja þau bæði og vona að þau komist bæði á EM 2024. Í leikjunum á milli Bosníu og Íslands mun ég alltaf standa uppi sem sigurvegari. Sama hvort liðið vinnur, þá mun ég vera ánægður.
En í fullri hreinskilni sagt myndi ég vilja að Bosnía endi í 1. sæti riðilsins og Ísland í öðru sæti. Bosnía er eftir allt sama Bosnía, hið eina og sanna.“