fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Hetja helgarinnar gæti endað í Frakklandi

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 7. mars 2023 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reiss Nelson hefur verið í umræðunni síðan á laugardag, en þá skoraði hann afar dramatískt sigurmark á lokaandartökum leiks Arsenal gegn Bournemouth og sá til þess að toppliðið hélt fimm stiga forskoti á Manchester City.

Kappinn verður samningslaus í sumar og getur því farið frítt í önnur lið þá.

CBS Sports segir nú frá því að Nice hafi áhuga á að fá leikmanninn til sín.

Nice er þekkt fyrir að fá til sín fyrrum leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni. Má þar nefna menn á borð við Ross Barkley, Aaron Ramsey, Kasper Schmeichel og Nicolas Pepe sem dæmi.

Þrátt fyrir að hafa komið við sögu á laugardag hefur Nelson ekki átt fast sæti í liði Arsenal og ljóst að Nice gæti boðið honum meiri spiltíma.

Hins vegar sagði Fabrizio Romano frá því nýlega að Nelson vildi ólmur skrifa undir nýjan samning við Arsenal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Árni Gautur opnar sig um glímuna við krefjandi sjúkdóm – „Þakklátur fyrir að hafa fengið að deila þessu“

Árni Gautur opnar sig um glímuna við krefjandi sjúkdóm – „Þakklátur fyrir að hafa fengið að deila þessu“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ásgerður segir þörf á naflaskoðun á Íslandi – „Finnst við aðeins sitja eftir, eiginlega í öllu“

Ásgerður segir þörf á naflaskoðun á Íslandi – „Finnst við aðeins sitja eftir, eiginlega í öllu“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim ánægður með Ratcliffe – „Er alltaf að segja mér það“

Amorim ánægður með Ratcliffe – „Er alltaf að segja mér það“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“