fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Mætti til starfa á táknrænum tíma í morgun eftir afhroð gærdagsins – Langt á undan leikmönnum Manchester United

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 6. mars 2023 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik ten Hag, knatt­spyrnu­stjóri Manchester United var mættur snemma til vinnu á æfinga­svæði fé­lagsins í morgun, degi eftir að lið hans beið af­hroð gegn erki­fjendunum í Liver­pool í ensku úr­vals­deildinni í gær.

Liver­pool niður­lægði Manchester United í gær með sjö mörkum gegn engu og það virtist því ansi tákn­rænt að klukkan sjö í morgun var Ten Hag mættur til starfa á æfinga­svæði Manchester United, Carrington.

Tveimur tímum síðar, klukkan níu, mátti sjá leik­menn mæta á svæðið en það er Manchester E­vening News sem greinir frá.

Heimildar­menn blaðsins tengdir Manchester United segja að fyrir leikinn gegn Liver­pool hafi það verið á­kveðið að leik­menn myndu mæta til léttra æfinga á æfinga­svæðinu á þessum tíma.

Í við­tali eftir leik gær­dagsins lét Ten Hag hafa það eftir sér að liðið megi ekki tapa leikjum á þennan hátt, hann sá ellefu ein­stak­linga inn á vellinum, ekki eitt lið.

„Það getur komið fyrir að leikir tapast en það má ekki gerast á þennan hátt. Þá er seinni hálf­leikurinn hjá okkur ó­á­sættan­legur, þetta er ekki Manchester United.

Þetta má ekki gerast og við þurfum að eiga sam­tal um þetta. Ég sá ellefu ein­stak­linga inn á vellinum missa hausinn. Þetta var ekki Manchester United.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Leikmaður United opnar sig um hvernig liðið nýtti sér þessa veikleika Liverpool í gær

Leikmaður United opnar sig um hvernig liðið nýtti sér þessa veikleika Liverpool í gær
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Slot í brasi og Klopp tjáir sig um hugsanlega endurkomu

Slot í brasi og Klopp tjáir sig um hugsanlega endurkomu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Árni Gautur opnar sig um glímuna við krefjandi sjúkdóm – „Þakklátur fyrir að hafa fengið að deila þessu“

Árni Gautur opnar sig um glímuna við krefjandi sjúkdóm – „Þakklátur fyrir að hafa fengið að deila þessu“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ásgerður segir þörf á naflaskoðun á Íslandi – „Finnst við aðeins sitja eftir, eiginlega í öllu“

Ásgerður segir þörf á naflaskoðun á Íslandi – „Finnst við aðeins sitja eftir, eiginlega í öllu“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Freyr þurfti að breyta til svo hann fengi ekki þennan stimpil á sig – Hafði ítrekað verið boðið að slökkva elda

Freyr þurfti að breyta til svo hann fengi ekki þennan stimpil á sig – Hafði ítrekað verið boðið að slökkva elda
433Sport
Fyrir 2 dögum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim ánægður með Ratcliffe – „Er alltaf að segja mér það“

Amorim ánægður með Ratcliffe – „Er alltaf að segja mér það“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“