fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Lið í Evrópu sýna Mason Greenwood áhuga

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 2. mars 2023 15:00

Mason Greenwood / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United hefur á undanförnum vikum fengið fyrirspurnir frá liðum í Evrópu er varðar framherjann, Mason Greenwood. Ensk blöð segja frá.

Greenwood er 21 árs gamall en hann hefur ekki spilað fyrir Manchester United frá því í janúar árið 2022.

Greenwood var þá handtekinn og var undir grun fyrir nauðun og ofbeldisbrot gegn unnustu sinni.

Málið var í rannsókn þangað til á dögunum þegar lögregla felldi málið niður þegar vitni breyttu framburði sínum og ný gögn komu fram.

Greenwood og konan sem sakaði hann um ofbeldi eru samkvæmt fréttum í dag saman og eiga von á barni. United vill hins vegar ekki sjá hann á æfingum og rannsakar málið og skoðar gögn þess.

Lið í Evrópu hafa sýnt framherjanum áhuga og er mest talað um lið í Tyrklandi en óvíst er hvort framherjinn fái aftur að klæðast treyju Manchester United.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Uppljóstrar því hvaða veikleika Amorim vildi keyra á hjá Liverpool

Uppljóstrar því hvaða veikleika Amorim vildi keyra á hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

ÞÞÞ valinn bestur í þriðja sinn

ÞÞÞ valinn bestur í þriðja sinn
433Sport
Í gær

Sögusagnir um að stórtíðinda sé að vænta úr Kópavogi í dag

Sögusagnir um að stórtíðinda sé að vænta úr Kópavogi í dag
433Sport
Í gær

Leikmaður United opnar sig um hvernig liðið nýtti sér þessa veikleika Liverpool í gær

Leikmaður United opnar sig um hvernig liðið nýtti sér þessa veikleika Liverpool í gær