fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Sýna enga miskunn og grafa upp gömul ummæli Klopp eftir afhroð kvöldsins

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 21. febrúar 2023 22:30

EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fáir virðast hafa trú á endurkomu Liverpool í einvígi liðsins gegn Real Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir 5-2 tap liðsins á heimavelli í kvöld.

Twitter-reikningur Match of the Day hefur verið í banastuði frá því að flautað var til leiksloka á Anfield og birti skömmu eftir leik færslu sem vakið hefur mikla athygli.

Þar eru ummæli Jurgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, eftir úrslitaleik Meistaradeild Evrópu í fyrra, þar sem Liverpool laut akkúrat í lægra haldi gegn Real Madrid, grafin upp.

,,Ég er með sterka tilfinningu um að við munum snúa aftur. Strákarnir búa yfir keppnisskapi. Við munum búa yfir framúrskarandi leikmannahópi á næsta tímabili. Hvar er úrslitaleikurinn heldinn á næsta tímabili? Istanbul? Farið að bóka hótel,“ lét Klopp hafa eftir sér eftir tap í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra.

Match of the Day sýnir enga miskunn á Twitter og skrifar við mynd af Klopp og ummælum hans:

,,Þið ættuð kannski að afbóka hótelið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Breytingar á leikjum í Bestu deildinni

Breytingar á leikjum í Bestu deildinni
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Diego Simeone vill fá Antony í sumar

Diego Simeone vill fá Antony í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Segir frá einkennum af hræðilegri flensu sem hann fékk á dögunum – „Ég hélt að á næstu mínútum myndi ég bara deyja“

Segir frá einkennum af hræðilegri flensu sem hann fékk á dögunum – „Ég hélt að á næstu mínútum myndi ég bara deyja“
433Sport
Í gær

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe