fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Conte verður eftir á Ítalíu – Stýrir Tottenham ekki um helgina

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 16. febrúar 2023 12:00

Antonio Conte GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Antonio Conte, stjóri Tottenham, verður áfram á Ítalíu í kjölfar þess að hafa farið í skoðun vegna gallblöðruaðgerðar sem hann fór í á dögunum.

Conte fékk gallblöðrubólgu í byrjun mánaðar og fór í aðgerð. Hann missti af sigurleik gegn Manchester City en var svo mættur að stýra Tottenham gegn Leicester um síðustu helgi.

Ítalinn viðurkennir að hafa ekki farið að fyrirmælum læknis um að hvíla sig í 15 daga að aðgerðinni lokinni.

Tottenham mætti AC Milan á Ítalíu í Meistaradeild Evrópu á þriðjudag. Nú er orðið ljóst að Conte verður eftir í heimalandinu í húsi sínu þar, á meðan hann jafnar sig alveg. Þetta var ákveðið eftir skoðun sem Conte fór í.

Tottenham staðfestir þetta í yfirlýsingu.

Cristian Stellini mun stýra Tottenham í fjarveru Conte þegar liðið mætir West Ham í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrirliðinn spenntastur fyrir þessum leikmanni í vetur

Fyrirliðinn spenntastur fyrir þessum leikmanni í vetur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Howe virðist staðfesta brottför Isak

Howe virðist staðfesta brottför Isak
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vildi ekki kveðja en var neyddur af liðsfélögunum – Sjáðu fallegt augnablik

Vildi ekki kveðja en var neyddur af liðsfélögunum – Sjáðu fallegt augnablik
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Gyokores með tvennu í stórsigri

England: Gyokores með tvennu í stórsigri
433Sport
Í gær

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Í gær

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“