fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Stóra málið til umræðu – „Ein ákæra er nógu mikið en hundrað plús, úff“

433
Sunnudaginn 12. febrúar 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var líf og fjör í Íþróttavikunni með Benna Bó í þetta skiptið. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mætti þá í settið. Með henni þar sat Hörður Snævar Jónsson, fréttastjóri íþróttafrétta á Torgi.

Enska úrvalsdeildin ákærði Manchester City í yfir hundrað liðum á dögunum fyrir meint fjárhagsbrot og var það að sjálfsögðu tekið fyrir.

„City er núna að safna í her lögmanna til að verja sig. Þeir eru nýbúnir að fara í gegnum það sama hjá UEFA. UEFA dæmdi þá seka og þeir misstu sæti sitt í Meistaradeildinni en það fór fyrir íþróttadómstólinn og þeir unnu það til baka. Þeir fengu að vísu 10 milljóna punda sekt sem segir manni að það er einhver maðkur í mysunni. Nú er enska úrvalsdeildin búin að rannsaka þetta í fjögur ár og ljóst að eitthvað hefur verið farið á svig við reglur,“ segir Hörður.

„Ætli líklegasta niðurstaðan verði ekki að það verði tekin einhver örfá stig af þeim?“

Þorgerður var sammála Herði.

„Ég tek undir með Herði að það virðist vera maðkur í mysunni. Það hringdi auðvitað einhverjum bjöllum þegar fyrir einhverjum árum síðan voru settar svakalegar fjárhæðir í varnarmenn til viðbótar við það sem var fyrir. Það kæmi mér ekki á óvart ef það yrðu tekin einhver stig af þeim.“

Benedikt tók til máls.

„Ein ákæra er nógu mikið en hundrað plús, úff.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Samþykkt að 48 lið verða á HM

Samþykkt að 48 lið verða á HM
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag
433Sport
Í gær

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna
433Sport
Í gær

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við
433Sport
Í gær

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
433Sport
Í gær

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar
Hide picture