fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

PSG fylgist náið með málefnum Guardiola og hafa áhuga

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 10. febrúar 2023 13:30

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paris Saint-Germain er samkvæmt fréttum að fylgjast mjög náið með málefnum Pep Guardiola stjóra Manchester City.

Óvissa er í kringum City eftir að enska úrvalsdeildin ákærði félagið í 115 liðum. City er sakað um ýmislegt misjafnt í fjármálum félagsins.

Ljóst er að það mun taka langan tíma að leysa úr máli City sem fer fyrir óháða nefnd.

Hins vegar segir í fréttum í heimalandi Guardiola í dag að PSG hafi mikinn áhuga á að krækja í spænska stjórann.

Guardiola hefur átt góðu gengi að fagna hjá City en PSG skoðar stöðu Christophe Galtier, þjálfara liðsins. Starf hans er sagt í hættu.

Þrátt fyrir að vera með átta stiga forskot á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar, hefur PSG aðeins unnið þrjá af síðustu sex deildarleikjum og eru úr leik í bikarnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu