fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

PSG fylgist náið með málefnum Guardiola og hafa áhuga

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 10. febrúar 2023 13:30

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paris Saint-Germain er samkvæmt fréttum að fylgjast mjög náið með málefnum Pep Guardiola stjóra Manchester City.

Óvissa er í kringum City eftir að enska úrvalsdeildin ákærði félagið í 115 liðum. City er sakað um ýmislegt misjafnt í fjármálum félagsins.

Ljóst er að það mun taka langan tíma að leysa úr máli City sem fer fyrir óháða nefnd.

Hins vegar segir í fréttum í heimalandi Guardiola í dag að PSG hafi mikinn áhuga á að krækja í spænska stjórann.

Guardiola hefur átt góðu gengi að fagna hjá City en PSG skoðar stöðu Christophe Galtier, þjálfara liðsins. Starf hans er sagt í hættu.

Þrátt fyrir að vera með átta stiga forskot á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar, hefur PSG aðeins unnið þrjá af síðustu sex deildarleikjum og eru úr leik í bikarnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Í gær

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Í gær

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu