Sampdoria er að krækja í Jese Rodriguez á frjálsri sölu.
Hinn 29 ára gamli Jese var á mála hjá Ankaragucu í Tyrklandi fyrir áramót en yfirgaf félagið í janúar.
Kappinn, sem hefur átt ansi stormasamt líf utan vallar, á feril að baki með stórliðum á borð við Paris Saint-Germain og Real Madrid.
Búið er að skipuleggja læknisskoðun á Ítalíu áður en Jese gengur í raðir Sampdoria.
Sampdoria are closing in on deal to sign former Real Madrid and PSG striker Jesé Rodríguez on free move. 🔵🇪🇸 #SerieA
Medical tests scheduled, player already in Italy — it will be completed when Omar Colley joins Besiktas, as per @diarioas. pic.twitter.com/Kk4YLqQKfw
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 9, 2023