Newcastle er nýjasta félagið sem verður tekið fyrir í þáttaröðum Amazon sem vakið hafa mikla athygli síðustu ár.
Manchester City, Tottenham og Arsenal hafa öll gefið myndavélum Amazon færi á að fara bak við tjöldin hjá sér.
Myndavélar Amazon eru byrjaðar að taka upp hjá Newcastle og gætu hafa verið þar frá upphafi tímabils.
Myndavélar Amazon fá að fylgjast með nánast öllu sem gerist á bak við tjöldin en þetta er fyrsta heila tímabil Newcastle eftir að aðilar frá Sádí Arabíu keyptu félagið.
Newcastle hefur átt frábært tímabil og situr nú í fjórða sæti deildarinnar og er í dauðafæri á að ná Meistaradeildarsæti.