fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Enski bikarinn: Dramatískur sigur Burnley – Grátlegt fyrir Wrexham

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 7. febrúar 2023 21:51

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir leikir fóru fram í 32-liða úrslitum enska bikarsins í kvöld. Um endurtekna leiki var að ræða.

Burnley vann dramatískan sigur á Ipswich, 2-1. Nathan Tella kom þeim yfir strax á fyrstu mínútu. George Hirst jafnaði fyrir Ipswich á þriðju mínútu. Ansi hressileg byrjun.

Það stefndi í framlengingu þegar Tella skoraði sigurmark Burnley í uppbótartíma.

Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á fyrir Burnley á 84. mínútu.

Sheffield United er komið áfram eftir sigur á Wrexham, sem barðist þó hetjulega. Staðan var 1-1 þar til í uppbótartíma en þá skoraði Sheffield tvö mörk.

Utandeildarlið Wrexham misnotaði vítaspyrnu á 71. mínútu.

Fleetwood og Grimsby eru einnig komin áfram. Fyrrnefnda liðið vann Sheffield Wednesday en það síðarnefnda vann ansi óvæntan stórsigur á B-deildarliði Luton. Grimsby er í D-deild.

Burnley 2-1 Ipswich
1-0 Nathan Tella (1′)
1-1 George Hirst (3′)
2-1 Nathan Tella (90+4′)

Sheffield United 3-1 Wrexham
1-0 Anel Ahmedhodzic (50′)
1-1 Paul Mullin (59′)
2-1 Billy Sharp (90+4′)
3-1 Sander Berge (90+6′)

Fleetwood 1-0 Sheffield Wednesday
1-0 Carlos Mendes Gomes (60′)

Grimsby 3-0 Luton
1-0 Harry Clifton (9′)
2-0 Danilo Orsi-Dadomo (28′)
3-0 Danny Amos (45+5′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

U-beygja hjá leikmanni United?

U-beygja hjá leikmanni United?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Viðræður komnar á fullt – Vill vera metinn að verðleikum

Viðræður komnar á fullt – Vill vera metinn að verðleikum
433Sport
Í gær

KSÍ í samstarf við SÁÁ til að taka á spilavanda fólks

KSÍ í samstarf við SÁÁ til að taka á spilavanda fólks
433Sport
Í gær

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid