fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Nike sendir frá sér yfirlýsingu eftir breytingar Greenwood á Instagram um helgina

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 6. febrúar 2023 13:30

Mason Greenwood / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nike hefur séð sig tilneytt til þess að senda frá sér yfirlýsingu vegna breytinga hjá Mason Greenwood á Instagram um helgina. Hann sagði sig meðal annars vera Nike íþróttamann á nýjan leik en því hafnar fyrirtækið.

Greenwood var fyrir helgi hreinsaður af öllum ásökunum um gróft ofbeldi. Hann hefur ekki spilað fótbolta í meira en ár í kjölfar þess að hann var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, stjórnandi hegðun og líkamsárás, allt gegn fyrrverandi kærustu sinni Harriet Robson.

Robson birti myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum og sakaði Greenwood um gróft ofbeldi. Lykil vitni í málinu létu svo lögreglu vita að þau myndu ekki bera vitni og þá komu ný gögn fram sem varð til þess að lögreglan lét málið niður falla.

Greenwood má ekki mæta á æfingar hjá United og skoðar félagið málið, mikið ákall er um það að félagið noti hann ekki vegna þeirra ásakana sem Robson setti fram.

Greenwood fór á Instagram í gær og skráði sig sem leikmann Manchester United og sem Nike íþróttamanna. Nike rifti samningi Greenwood þegar ásakanir á hendur honum komu upp.

„Mason Greenwood er ekki lengur Nike íþróttamaður,“ segir í yfirlýsingu fyrirtæksins og því fer sóknarmaðurinn þarna með rangt mál.

Þá hreinsaði Greenwood til í myndum á Instagram síðu sinni og tók út forsíðumyndina af síðu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arsenal á skriði en allt í rugli hjá Liverpool – Mbappe skoraði fjögur

Arsenal á skriði en allt í rugli hjá Liverpool – Mbappe skoraði fjögur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Myndband: Allt brjálað yfir athæfi áhrifavalds í beinni útsendingu – „Það versta sem ég hef séð“

Myndband: Allt brjálað yfir athæfi áhrifavalds í beinni útsendingu – „Það versta sem ég hef séð“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Viktor Bjarki skoraði aftur í sigri hans og Rúnars – David Luiz skoraði í jafntefli

Viktor Bjarki skoraði aftur í sigri hans og Rúnars – David Luiz skoraði í jafntefli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Opinbera hvað Ronaldo gerði fyrir fjölskyldu Jota á dögunum – Segir þetta sýna hversu einlægur hann er

Opinbera hvað Ronaldo gerði fyrir fjölskyldu Jota á dögunum – Segir þetta sýna hversu einlægur hann er
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Harðneitar að framlengja og áhugi Chelsea eykst

Harðneitar að framlengja og áhugi Chelsea eykst
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hraunar yfir Garnacho – Mætti með keðju og húfuna til hliðar í gær

Hraunar yfir Garnacho – Mætti með keðju og húfuna til hliðar í gær
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir FIFA gera lítið úr öðrum leikmönnum eftir Ronaldo ákvörðunina í gær

Segir FIFA gera lítið úr öðrum leikmönnum eftir Ronaldo ákvörðunina í gær