fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
433Sport

Nike sendir frá sér yfirlýsingu eftir breytingar Greenwood á Instagram um helgina

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 6. febrúar 2023 13:30

Mason Greenwood / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nike hefur séð sig tilneytt til þess að senda frá sér yfirlýsingu vegna breytinga hjá Mason Greenwood á Instagram um helgina. Hann sagði sig meðal annars vera Nike íþróttamann á nýjan leik en því hafnar fyrirtækið.

Greenwood var fyrir helgi hreinsaður af öllum ásökunum um gróft ofbeldi. Hann hefur ekki spilað fótbolta í meira en ár í kjölfar þess að hann var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, stjórnandi hegðun og líkamsárás, allt gegn fyrrverandi kærustu sinni Harriet Robson.

Robson birti myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum og sakaði Greenwood um gróft ofbeldi. Lykil vitni í málinu létu svo lögreglu vita að þau myndu ekki bera vitni og þá komu ný gögn fram sem varð til þess að lögreglan lét málið niður falla.

Greenwood má ekki mæta á æfingar hjá United og skoðar félagið málið, mikið ákall er um það að félagið noti hann ekki vegna þeirra ásakana sem Robson setti fram.

Greenwood fór á Instagram í gær og skráði sig sem leikmann Manchester United og sem Nike íþróttamanna. Nike rifti samningi Greenwood þegar ásakanir á hendur honum komu upp.

„Mason Greenwood er ekki lengur Nike íþróttamaður,“ segir í yfirlýsingu fyrirtæksins og því fer sóknarmaðurinn þarna með rangt mál.

Þá hreinsaði Greenwood til í myndum á Instagram síðu sinni og tók út forsíðumyndina af síðu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Óskar Smári hættur – Segir metnað sinn og félagsins ekki haldast í hendur

Óskar Smári hættur – Segir metnað sinn og félagsins ekki haldast í hendur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sádarnir kynna ótrúlega hugmynd – Völlur sem yrði byggður ofan á skýjakljúf

Sádarnir kynna ótrúlega hugmynd – Völlur sem yrði byggður ofan á skýjakljúf
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Lið á Englandi skoða stöðu Vinícius Junior eftir hegðun hans um helgina

Lið á Englandi skoða stöðu Vinícius Junior eftir hegðun hans um helgina
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Josep Martinez grunaður um að hafa valdið banaslysi

Josep Martinez grunaður um að hafa valdið banaslysi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Búist við að stóri dómurinn yfir City falli í næsta landsleikjafríi

Búist við að stóri dómurinn yfir City falli í næsta landsleikjafríi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Líklegt að De Bruyne verði frá í nokkra mánuði

Líklegt að De Bruyne verði frá í nokkra mánuði
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta í fari Salah og Van Dijk er áhyggjuefni fyrir Liverpool að mati Wayne Rooney

Þetta í fari Salah og Van Dijk er áhyggjuefni fyrir Liverpool að mati Wayne Rooney