fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Nike sendir frá sér yfirlýsingu eftir breytingar Greenwood á Instagram um helgina

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 6. febrúar 2023 13:30

Mason Greenwood / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nike hefur séð sig tilneytt til þess að senda frá sér yfirlýsingu vegna breytinga hjá Mason Greenwood á Instagram um helgina. Hann sagði sig meðal annars vera Nike íþróttamann á nýjan leik en því hafnar fyrirtækið.

Greenwood var fyrir helgi hreinsaður af öllum ásökunum um gróft ofbeldi. Hann hefur ekki spilað fótbolta í meira en ár í kjölfar þess að hann var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, stjórnandi hegðun og líkamsárás, allt gegn fyrrverandi kærustu sinni Harriet Robson.

Robson birti myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum og sakaði Greenwood um gróft ofbeldi. Lykil vitni í málinu létu svo lögreglu vita að þau myndu ekki bera vitni og þá komu ný gögn fram sem varð til þess að lögreglan lét málið niður falla.

Greenwood má ekki mæta á æfingar hjá United og skoðar félagið málið, mikið ákall er um það að félagið noti hann ekki vegna þeirra ásakana sem Robson setti fram.

Greenwood fór á Instagram í gær og skráði sig sem leikmann Manchester United og sem Nike íþróttamanna. Nike rifti samningi Greenwood þegar ásakanir á hendur honum komu upp.

„Mason Greenwood er ekki lengur Nike íþróttamaður,“ segir í yfirlýsingu fyrirtæksins og því fer sóknarmaðurinn þarna með rangt mál.

Þá hreinsaði Greenwood til í myndum á Instagram síðu sinni og tók út forsíðumyndina af síðu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Chelsea hefur samtal við enska landsliðsmanninn

Chelsea hefur samtal við enska landsliðsmanninn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Næstu þrír leikir gætu verið þeir síðustu hjá Amorim ef illa fer

Næstu þrír leikir gætu verið þeir síðustu hjá Amorim ef illa fer
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Subbuleg slagsmál í miðborginni náðust á myndband – Lögreglan mátti hafa sig alla við

Subbuleg slagsmál í miðborginni náðust á myndband – Lögreglan mátti hafa sig alla við
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Enn á ný baunað á KSÍ eftir uppákomu í kvöld – „Þessar reglur eru grín og það vita það allir“

Enn á ný baunað á KSÍ eftir uppákomu í kvöld – „Þessar reglur eru grín og það vita það allir“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sterkt jafntefli í Lettlandi hjá ungum Akureyringum

Sterkt jafntefli í Lettlandi hjá ungum Akureyringum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gústi Gylfa hættir með Leikni eftir að hafa bjargað liðinu frá falli

Gústi Gylfa hættir með Leikni eftir að hafa bjargað liðinu frá falli
433Sport
Í gær

Yfirmaður FBI mætti og svaraði fyrir málefni í þinginu – Bindið sem hann valdi vekur mikla athygli

Yfirmaður FBI mætti og svaraði fyrir málefni í þinginu – Bindið sem hann valdi vekur mikla athygli
433Sport
Í gær

Boðar hallarbyltingu í Smáranum á næsta ári – Segir að framboð í fyrra hafi verið dæmd ógild

Boðar hallarbyltingu í Smáranum á næsta ári – Segir að framboð í fyrra hafi verið dæmd ógild