fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Benedikt stóð á öndinni er heitar umræður Hjörvars og Bjarna Ben fóru á flug – „Hvað er að gerast í þessum þætti?“

433
Sunnudaginn 29. janúar 2023 07:00

Bjarni Ben og Hjörvar Hafliðason í Íþróttavikunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, kom í Íþróttavikuna með Benna Bó sem sýnd er á Hringbraut á föstudagskvöldum. Gestur með honum var Hjörvar Hafliðason, Dr. Football.

Þeir fóru yfir enska boltann en Bjarni styður Manchester United og hefur gert síðan hann var ungur. Bjarni spilar Fantasy leik enska boltans og er lunkinn spilari. Hjörvar, er í topp tíu á Íslandi, kom með ráð fyrir Bjarna þegar var verið að ræða um Brasilíumanninn Antony.

Benedikt Bóas, þáttastjórnandi, vildi vita hvað brassinn kæmi með til borðsins en Hjörvar vildi gefa honum tíma. Upphófst svo atburðarrás þar sem Hjörvar og Bjarni yfirtóku þáttinn.

„Hann er ekki í fantasy liðinu hjá mér,“ sagði Bjarni og Hjörvar greip boltann á lofti. „Ég skal gefa þér fantasy ráð. Þetta er ekki leikmaðurinn sem þú vilt. Þú verður að skoða vítaskyttur. Ertu kominn með Brúnó?
Hann er á leið í double gameweek. Þú verður að fara hugsa mikið lengra,“ sagði Hjörvar.

Ráðherrann benti á að hann væri með tvo leikmenn frá Manchester United í sínu liði. „Luke Shaw og Marcus Rashford,“ giskaði Hjörvar á.

Bjarni hugsaði sig smá um áður en hann svaraði. „Rashford er inni.“

Þá skaut Benedikt inn í að hann væri búinn að missa alla stjórn á þessum þætti og skipti í auglýsingar. „Hvað er að gerast hérna í þessum þætti?“ spurði hann forviða.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

U-beygja hjá leikmanni United?

U-beygja hjá leikmanni United?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Wilshere heldur ekki starfinu

Wilshere heldur ekki starfinu
433Sport
Í gær

Sádarnir horfa til tveggja leikmanna Liverpool

Sádarnir horfa til tveggja leikmanna Liverpool
433Sport
Í gær

Breiðablik í góðri stöðu í Meistaradeildinni – Hefur ekki gerst frá árinu 2003

Breiðablik í góðri stöðu í Meistaradeildinni – Hefur ekki gerst frá árinu 2003
433Sport
Í gær

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað
433Sport
Í gær

Lögreglan hirti 60 milljóna króna bíl hans

Lögreglan hirti 60 milljóna króna bíl hans
433Sport
Í gær

Umbúðir á hendi Amorim vöktu athygli – Var hann að sveifla hnefanum í hálfleik?

Umbúðir á hendi Amorim vöktu athygli – Var hann að sveifla hnefanum í hálfleik?
Hide picture