Brighton 2 – 1 Liverpool
0-1 Harvey Elliott(’30)
1-1 Lewis Dunk(’39)
2-1 Kaoru Mitoma(90)
Brighton var sterkari aðilinn gegn Liverpool í dag er liðin áttust við í enska bikarnum.
Leikið var á Amex vellinum, heimavelli Brighton, og voru það gestirnir sem komust yfir með marki frá Harvey Elliott í fyrri hálfleik.
Lewis Dunk jafnaði metin fyrir Brighton undir lok fyrri hálfleiks og var enn langt í sigurmarkið.
Sigurmarkið var skorað á 90. mínútu og í uppbótartíma er Kaoru Mitoma tryggði Brighton áfram.
Það má segja að sigurinn hafi verið verðskuldaður en Brighton átti fleiri tækifæri í leiknum og var meira með boltann.