Manchester United er komið áfram í enska bikarnum eftir sannfærandi frammistöðu á Old Trafford.
Andstæðingur Man Utd var Reading að þessu sinni og höfðu heimamenn betur, 3-1.
Casemiro skoraði tvö mörk fyrir Rauðu Djöflana í leik þar sem Andy Carroll fékk rautt spjald hjá gestunum í seinni hálfleik.
Tottenham tryggði sér einnig sæti í næstu umferð fyrr í kvöld og lagði Preston sannfærandi, 3-0.
Man Utd 3 – 1 Reading
1-0 Casemiro(’54)
2-0 Casemiro(’58)
3-0 Fred(’67)
3-1 Amadou Mbengue(’72)
Preston 0 – 3 Tottenham
0-1 Son Heung-min(’50)
0-2 Son Heung-min(’69)
0-3 Arnaut Danjuma(’87)