fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Manchester United með annan fótinn á Wembley eftir frábæran sigur

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 25. janúar 2023 21:56

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nottingham Forest tók á móti Manchester United í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins í kvöld.

Gestirnir voru sterkari í fyrri hálfleik og komust yfir strax á sjöttu mínútu með marki frá hinum sjóðheita Marcus Rashford eftir sendingu frá Casemiro, sem var að snúa aftur í kvöld eftir leikbann.

Sam Surridge hélt að hann væri að jafna fyrir Forest um miðjan fyrri hálfleik en markið var dæmt af með aðstoð VAR.

Rauðu djöflarnir komust í 0-2 fyrir hálfleik. Wout Weghorst skoraði sitt fyrsta mark fyrir United er hann kom boltanum í netið í kjölfar þess að skot Antony var varið.

Lítið var um að vera lengi vel í seinni hálfleik en United gerði sig líklegt undir lokin. Það skilaði sér í marki Bruno Fernandes með frábærri afgreiðslu.

Lokatölur 0-3 og staða United í einvíginu afar væn. Seinni leikurinn fer fram á Old Trafford eftir slétta viku.

Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Southampton og Newcastle. Fyrri leikur liðanna fór fram í gær á heimavelli fyrrnefnda liðsins. Newcastle bar 0-1 sigur úr býtum og fer með sterka stöðu í seinni leikinn á heimavelli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Jurgen Klopp tjáir sig um andlát Diogo Jota – „Gaf frá sér ást og hugsaði vel um eiginkonu sína og börn“

Jurgen Klopp tjáir sig um andlát Diogo Jota – „Gaf frá sér ást og hugsaði vel um eiginkonu sína og börn“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um andlát Diogo Jota og hvað gerðist

Lögreglan á Spáni tjáir sig um andlát Diogo Jota og hvað gerðist
433Sport
Í gær

Brynjólfur kom inná í hálfleik og skoraði fernu

Brynjólfur kom inná í hálfleik og skoraði fernu
433Sport
Í gær

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar