fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Arteta áhyggjufullur yfir stöðu mála

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 25. janúar 2023 17:30

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikel Arteta, knatt­spyrnu­stjóri enska úr­vals­deildar­fé­lagsins Arsenal er á­hyggju­fullur yfir stöðunni á miðju­manni liðsins, Egyptanum Mohamed Eln­eny sem glímur nú við hné­meiðsli.

Eln­eny meiddist á hné í að­draganda Norður-Lundúna slagsins gegn erki­fjendunum í Totten­ham á dögunum og óttast er að hann gæti verið frá út tíma­bilið.

Arteta tjáði sig um stöðuna á Eln­eny á blaða­manna­fundi í dag í að­draganda leiks Arsenal gegn Manchester City í enska bikarnum sem fer fram á föstu­daginn.

„Við höfum á­hyggjur, sér í lagi vegna þess að Mo er leik­maður sem kvartar aldrei. Hann hefur verið að eiga í erfið­leikum með hnéð á sér og sú staða er í skoðun núna. Við þurfum að sjá hvernig þetta þróast.“

Staðan á Eln­eny gæti orðið til þess að Arsenal hugsi sér til frekari hreyfings á fé­lags­skipta­markaðnum sem lokar rétt fyrir mið­nætti á þriðju­daginn næst­komandi. Arsenal hefur verið að breikka leik­manna­hóp sinn í glugganum, fengið til sín Leandro Trossard og Jakub Kiwi­or en meiðsli Eln­eny valda því að Albert Sambi Lokonga er eini hrein­ræktaði vara­maðurinn í stöðu Thomas Part­ey á mið­svæðinu.

„Við þurfum aðra vara­skeifu þarna á mið­svæðinu ef mögu­leiki er á því. Það er flókin staða á markaðnum eins og er en ef okkur stendur eitt­hvað til boða þá munum við skoða það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Bætti met Eiðs og er sá yngsti í sögunni

Bætti met Eiðs og er sá yngsti í sögunni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Vissi eftir tvo leiki að leikmennirnir væru of lélegir – Stjórnin bannaði honum að skipta um leikstíl áður en hann var rekinn

Vissi eftir tvo leiki að leikmennirnir væru of lélegir – Stjórnin bannaði honum að skipta um leikstíl áður en hann var rekinn
433Sport
Í gær

Haaland snýr aftur

Haaland snýr aftur
433Sport
Í gær

Dökkt ský nálgast Garðabæ – „Þeim var seld einhver hugmynd, en þetta hefur bara ekki verið nógu gott“

Dökkt ský nálgast Garðabæ – „Þeim var seld einhver hugmynd, en þetta hefur bara ekki verið nógu gott“